HeimEfnisorðMarta Sigríður Pétursdóttir

Marta Sigríður Pétursdóttir

Lestin um GULLREGN: Vítahringur ofbeldis sem erfist milli kynslóða

Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1 segir Gullregn vera tragikómískan sálfræðitrylli um rasisma og vítahring ofbeldis sem flyst frá einni kynslóð til annarrar. Þó henni fatist aðeins flugið í blálokin sé hún á heildina litið mjög vel gerð kvikmynd sem skilji eftir sig óþægilega tilfinningu að áhorfi loknu.

Lestin um „Bergmál“: Rís og hnígur líkt og togari í ólgusjó

„Það er reisn og fegurð yfir öllum manneskjunum í myndinni, sjónarhornið er ekki hlutlaust, þrátt fyrir að leikstjórinn leitist ef til vill við að rannsaka mannlegt eðli líkt og mannfræðingur eða sálgreinandi,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir í Lestinni á Rás 1 um kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Bergmál.

Lestin um „In Touch“: Tvístraðar fjölskyldur sameinast á Skype

Pólsk/íslenska heimildamyndin In Touch eftir Paweł Ziemilski er nú sýnd i Bíó Paradís, en myndin hlaut dómnefndarverðlaunin á Skjaldborg í vor. Marta Sigríður Pétursdóttir fjallaði um myndina fyrir Lestina á Rás 1.

Lestin um „Hvítan, hvítan dag“: Marglaga listræn kvikmynd sem kafar á dýpið

Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Lestarinnar segir að Hlynur Pálmason dýfi sér ofan í brunn sagnaminnis mannkynsins í Hvítum, hvítum degi – og komi upp úr kafinu með frábært kvikmyndaverk. Myndin er frumsýnd 6. september í kvikmyndahúsum Senu.

Rás 1 um „Héraðið“: Efniviðurinn ber kvikmyndaformið ofurliði

Sagan sem slík náði einhverra hluta vegna aldrei alveg að fanga mig þrátt fyrir að vera að flestu leyti mjög vel gerð kvikmynd sem tekur á gríðarlega áhugaverðu efni," segir Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Tengivagnsins á Rás 1 um Héraðið eftir Grím Hákonarson.

Lestin um „Eden“: Útlagarómantík í íslenskri eiturlyfjasenu

"Heldur góðum dampi með hressilegri kvikmyndatöku og klippingu sem heldur áhorfendum við efnið þó að saga og persónusköpun risti ekki sérlega djúpt," segir Marta Sigríður Pétursdóttir í Lestinni á Rás 1 um Eden eftir Snævar Sölvason.

Lestin um „Taka 5“: Kæruleysislega „artí“ og írónísk stemmning

"Taka 5 fjallar um ferlið við það að taka upp kvikmynd og hið sadíska vald leikstjórans, en þegar öll kurl koma til grafar hafa leikararnir sjálfir valið sér hlutskipti sitt," segir kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1.

Lestin um „Tryggð“: Höktandi kvikmynd um hvítan bjargvætt

Tryggð tekur á stórum og mikilvægum málefnum, kjörum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og húsnæðismálum. Leikarahópurinn stendur sig vel, segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi, myndin sé þó ekki gallalaus.

Lestin á Rás 1 um „Litlu Moskvu“: Sumir byggja stíflur meðan aðrir sprengja þær

Marta Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1, segir Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson vera merka heimild um liðna tíð, og sé enn lifandi saga í minni íbúa Neskaupstaðar.

Lestin á Rás 1 um „Undir halastjörnu“: Helst ekki á floti

"Myndin fer vel af stað en líður fyrir veikt handrit og slaka persónusköpun", segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Undir halastjörnu Ara Alexanders.

Menningarvefur RÚV um „Lof mér að falla“: Mikilvæg mynd um grimman heim eiturlyfjaneyslu

"Það er mikilvægt að sem flestir unglingar og foreldrar sjái þessa mynd og ræði saman um efni hennar," segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi Menningarvefs RÚV um Lof mér að falla Baldvins Z.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR