HeimEfnisorðMagnús Jónsson

Magnús Jónsson

Lestin um „Taka 5“: Kæruleysislega „artí“ og írónísk stemmning

"Taka 5 fjallar um ferlið við það að taka upp kvikmynd og hið sadíska vald leikstjórans, en þegar öll kurl koma til grafar hafa leikararnir sjálfir valið sér hlutskipti sitt," segir kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1.

Morgunblaðið um „Taka 5“: Fínasta indí-bíómynd

"Myndin er virkilega fyndin og skemmtileg. Persónurnar eru mjög ólíkar og það skapast spennandi og sprenghlægileg átök á milli þeirra," segir Brynja Hjálmsdóttir í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Töku 5 Magnúsar Jónssonar.

Cineuropa um „Taka 5“: Ein ísmeygilegasta svarta gamanmynd sem sést hefur um hríð

"Taka 5, fyrsta bíómynd Magnúsar Jónssonar, sem frumsýnd var á Stockfish hátíðinni, er ein ísmeygilegasta svarta gamanmynd sem sést hefur um hríð," segir Marina Richter gagnrýnandi Cineuropa.

[Stikla] „Taka 5“ eftir Magnús Jónsson frumsýnd á Stockfish

Bíómyndin Taka 5 eftir Magnús Jónsson verður frumsýnd á Stockfish hátíðinni sem hefst í lok febrúar. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má skoða hér.

Ný kvikmynd, „Taka 5“, væntanleg frá Magnúsi Jónssyni

Magnús Jónsson er þessa dagana að ganga frá sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Verkið kallast Taka 5 og fóru upptökur fram síðsumars í fyrra.

Magnús Jónsson ræðir um „Rétt 3“

Vefurinn Eurodrama ræðir við Magnús Jónsson leikara um hlutverk hans í þáttaröðinni Rétti, hvers þriðja syrpa kallast Case á ensku. Magnús fer yfir hvernig það er að leika þessa hrelldu sál, leikstíl sinn og framtíð íslenskra sjónvarpsþátta.

„Ern eftir aldri“: Myndin sem RÚV þorði ekki að sýna?

Vefurinn Wheel of Work fjallar um heimildamynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri frá 1975, í tilefni sýninga á henni í Bæjarbíói. Í myndinni er lagt útaf sjálfsmynd þjóðarinnar í tilefni þjóðhátíðarinnar 1974. Haft er eftir Árna Bergmann rithöfundi að RÚV hafi ekki þorað að sýna myndina. Vefurinn gerir því skóna að þetta hafi verið af pólitískum ástæðum þrátt fyrir að RÚV hafi fjármagnað gerð hennar; myndin hafi með engu móti passað í sparifötin sem öllum var gert að klæðast á þessari sameiningarhátíð.

„240 fiskar fyrir kú“ og „Ern eftir aldri“ Magnúsar Jónssonar sýndar í Bæjarbíói

Magnús Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri (1938 – 1979), er þungamiðja þriðju syrpu Rússneska vetrarins í Bæjarbíói um samskipti Sovétríkjanna og Íslands í kvikmyndum. Magnús er fyrsti Íslendingurinn sem fór til náms í kvikmyndagerð í Sovétríkjunum og náði að gera þessar tvær kvikmyndir hér heima áður en hann andaðist langt fyrir aldur fram, aðeins 41 árs gamall. Þessar afar sjaldséðu myndir eru sýndar í kvöld þriðjudag kl. 20 og á laugardag kl. 16.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR