„Ern eftir aldri“: Myndin sem RÚV þorði ekki að sýna?

Magnús Jónsson.
Magnús Jónsson.

Vefurinn Wheel of Work fjallar um heimildamynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri frá 1975, í tilefni sýninga á henni í Bæjarbíói. Í myndinni er lagt útaf sjálfsmynd þjóðarinnar í tilefni þjóðhátíðarinnar 1974.

Haft er eftir Árna Bergmann rithöfundi að RÚV hafi ekki þorað að sýna hana og í framhaldi segir í greininni:

Þrátt fyrir að á yfirborðinu hafi ástæðan haft með óleysanleg átök RÚV og Magnúsar að gera — deilu sem snérist um fjármögnun myndarinnar — var ljóst að undir niðri snérist ákvörðunin um pólitík. Og það skiljanlega: Rétt eins og meðlimir Fylkingarinnar skekktu myndina á Þingvöllum, pössuðu Magnús og mynd hans með engu móti í sparifötin sem öllum var gert að klæðast á þessari sameiningarhátíð. Enda var það holur hljómur meintrar sameiningar sem Magnús lagði upp með við gerð myndar sinnar.

Sjá nánar hér: Ern eftir aldri — lætur engan fara að gubba | WHEEL OF WORK.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR