Frumvarp um menningarframlag streymisveita lagt fram í mars

Samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar er fyrirhugað að leggja fram frumvarp um menningarframlag streymisveita í mars næstkomandi. Gert er ráð fyrir að tekjur af menningarframlaginu gætu numið um 260 milljónum króna árlega.

Í þingmálaskránni segir um þetta frumvarp:

Með frumvarpinu er ætlunin að kveða á um skyldubundið menningarframlag innlendra og erlendra streymisveitna sem miðla myndefni til neytenda hér á landi með því að gera kröfu um að tiltekið hlutfall af áskriftartekjum vegna slíkrar miðlunar renni til framleiðslu á innlendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum sem hafa íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun. Mars.

Fréttaflutning Klapptrés af þessu máli má skoða hér. Að neðan er hægt að lesa sérstaka útleggingu á því hvað þetta frumvarp felur í sér og hverjir eru helstu annmarkar á núverandi drögum.

Um hvað snýst streymisframlagið svokallaða?

HEIMILDAlþingi
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR