HeimEfnisorðMenningarframlag streymisveita

Menningarframlag streymisveita

Frumvarp um menningarframlag streymisveita lagt fram í mars

Samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar er fyrirhugað að leggja fram frumvarp um menningarframlag streymisveita í mars næstkomandi. Gert er ráð fyrir að tekjur af menningarframlaginu gætu numið um 260 milljónum króna árlega.

Um hvað snýst streymisframlagið svokallaða?

Fyrirhuguð lög um menningarframlag streymisveita snúast um að fá streymisveiturnar til að framleiða íslenskt efni. Þær munu geta valið hvort þær fjárfesti beint eða greiði gjald. Velji þær síðari kostinn getur ráðherra heimilað þeim að sækja um beint af þessu framlagi. Ekki virðist gert ráð fyrir aðkomu sjálfstæðra framleiðenda að því fé sem kann að renna í Kvikmyndasjóð.

Menningarframlag í Kvikmyndasjóð frá 2026 að sögn ráðuneytis

Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir á vefsíðu sinni að gert sé ráð fyrir að svokallað menningarframlag streymisveita muni fara að skila Kvikmyndasjóði fjármunum á árinu 2026 og er áætlað að framlagið muni skila sjóðnum 260 milljónum króna á ári.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR