„Litla Moskva“ keppir í Gautaborg

Heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Litla Moskva, mun taka þátt í keppni norrænna heimildamynda (Nordic Documentary Competition) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, dagana 25. janúar – 4. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og fer nú fram í 42. skipti.

Verðlaunin sem Litla Moskva keppir um bera heitið Dragon Award Best Nordic Documentary og alls keppa átta heimildamyndir í flokknum.

Litla Moskva fjallar um heilt bæjarfélag og hvernig það hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag. Í myndinni er fjallað um stöðu íslensks sjávarþorps á tímamótum þar sem einangrun og
samstaða samfélags er tekin til skoðunar með hliðsjón af sérstökum pólítískum aðstæðum.

Hér er hægt að lesa nánar um kvikmyndahátíðina í Gautaborg.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR