Heimildamyndin “Litla Moskva” frumsýnd

Litla Moskva, ný heimildarmynd eftir Grím Hákonarson fer í almennar sýningar í Bíó Paradís föstudaginn 16. nóvember. Myndin fjallar um Neskaupstað og hvernig bærinn hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag.

Á sama tíma mun tónlist myndarinnar eftir Valgeir Sigurðsson verða gefin út afBedroom Comunity.

Á tímum kalda stríðsins komust íslenskir sósíalistar sjaldan til áhrifa í stjórnmálum. Landinu var stjórnað af hægri- og miðjuflokkum sem hölluðu sér til vesturs; við vorum í NATO og með bandaríska herstöð í Keflavík. Það var aðeins einn staður á landinu sem að sósíalistar réðu; Neskaupstaður. Þeir komust til valda árið 1946 og stýrðu bænum í 52 ár.

Margrét Seema Takyar og Tómas Tómasson sáu um kvikmyndatöku, klippingu annaðist Janus Bragi Jakobsson, Valgeir Sigurðsson sá um tónlist og Huldar Freyr Arnarson gerði hljóð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR