Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson verðlaunaðir í Palm Springs fyrir „Hrúta“

Sigurður Sigurjónsson, Grím­ur Há­kon­ar­son og Theo­dór Júlí­us­son við frumsýningu Hrúta á íslandi. (Ljósmynd: mbl.is/ Styrm­ir Kári)
Sigurður Sigurjónsson, Grím­ur Há­kon­ar­son og Theo­dór Júlí­us­son við frumsýningu Hrúta á íslandi. (Ljósmynd: mbl.is/ Styrm­ir Kári)

Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson, aðalleikarar hinnar margverðlaunuðu kvikmyndar Hrúta, deildu með sér FIPRESCI verðlaunum fyrir besta leik í aðalhlutverki á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Palm Springs í Bandaríkjunum. Hrútar hefur því nýtt ár á sömu nótum og því síðasta, með sigri á virtri kvikmyndahátíð.

FIPRESCI eru alþjóðleg samtök kvikmyndagagnrýnenda og standa þau reglulega fyrir verðlaunaafhendingum á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum heimsins. FIPRESCI dómnefndin greindi frá ástæðum þess að hún veitti Sigurði og Theodóri verðlaunin og sögðu valið vera vegna

„hæfileika þeirra til að tjá svartan húmor og hvernig frammistöðurnar markast af því sem virðist vera sameiginleg upplifun þeirra á því sem er liðið, og á hve áreynslulausan hátt þeim tekst að leiða karaktera sína frá gagnkvæmri andúð yfir í að verða fullkomlega háðir hvorum öðrum.“

Á síðasta ári féllu Hrútum alls 22 verðlaun í skaut og bar þar hæst Un Certain Regard verðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni. Einnig var myndin tilnefnd sem besta evrópska kvikmyndin á evrópsku kvikmyndaverðlaununum og hlaut sömuleiðis tilnefningu til LUX verðlaunanna, kvikmyndaverðlauna Evrópusambandsins.

Sjá nánar hér: Hrúta­bræður best­ir í Palm Springs

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR