[Stikla] „Litla Moskva“ eftir Grím Hákonarson

Heimildamyndin Litla Moskva eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni sem fram fer um næstu helgi. Stiklu myndarinnar má skoða hér.

Litla Moskva fjallar um heilt bæjarfélag og hvernig það hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag. Í myndinni er fjallað um stöðu íslensks sjávarþorps á tímamótum þar sem einangrun og samstaða samfélags er tekin til skoðunar með hliðsjón af sérstökum pólítískum aðstæðum.

Aðrar stiklur heimildamyndanna sem sýndar verða á Skjaldborg má skoða hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR