Hér er dagskrá Bransadaga Stockfish eftir dögum

Bransadagar Stockfish standa út vikuna og kennir ýmissa grasa. Hér eru upplýsingar um hvað er á dagskrá, hvar það fer fram og hvenær.

Röðun er eftir tíma. Athugið að skráning á viðburðina er nauðsynleg.

Þriðjudagur 9. apríl

LEIÐIN AÐ SJÁLFBÆRRI KVIKMYNDAGERÐ
Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn tekur þátt í alþjóðlegu átaki til að takast á við áskoranir í umhverfismálum. Nú er sú krafa gerð með umsóknum um framleiðslustyrki fylgi yfirlýsing um sjálfbærnistefnu og markmið. Í umræðunum verður farið yfir þá möguleika, hindranir og lausnir sjálfbær kvikmyndaframleiðsla stendur frammi fyrir.
SKRÁNING
Norræna húsið, kl. 16:30

WIFT MÓTTAKA
WIFT (Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi – Women in Film and Television) á Íslandi býður kvikmyndagerðarfólki af öllum kynjum í drykk til þess að skála fyrir starfi félagsins síðastliðin átján ár og fagna um leið 10 ára afmæli Stockfish.
SKRÁNING
Bíó Paradís, kl. 20.

Miðvikudagur 10. apríl

MEISTARANÁMSKEIÐ HELLE HANSEN – HVERNIG BÝR MAÐUR TIL HEIMILDAMYND?
Á námskeiðinu verður notað dæmi um norrænt kvikmyndaverkefni til að fara yfir þær áskoranir sem fylgja því að samþætta ólíka sýn þeirra sem koma að gerð heimildamynda. Þá verður farið yfir hvernig kvikmyndargerðarmenn geta stuðlað að sátt meðal hagsmunaaðila án þess að upprunalega sagan líði fyrir. Kvikmyndagerðarkonan og blaðamaðurinn Helle Hansen stýrir námskeiðinu en hún hefur gert fjölda heimildamynda ásamt því að starfa fyrir dönsku og norsku kvikmyndamiðstöðvarnar og danska ríkissjónvarpið.
SKRÁNING
Bíó Paradís, kl. 11.

PALLBORÐSUMRÆÐUR: NORDFILM NETWORK UM KVIKMYNDAMENNTUN
Nordfilm eru samtök 11 kvikmyndaskóla á Norðurlöndum og Eystrasalti sem hafa það að markmiði að deila þekkingu og liðka fyrir samstarfi og skiptinámi milli skólanna. Fulltrúar skólanna munu í pallborðinu ræða stöðu kvikmyndagerðar í heimalandi sínu og á heimsvísu, og hvernig samstarf eykur tækifæri nemenda.
SKRÁNING
Norræna húsið, kl. 16:30

Fimmtudagur 11. apríl

HVERNIG KOMA Á VERKUM SÍNUM Á KVIKMYNDAHÁTÍÐIR MEÐ MIMI PLAUCHÉ
Mimi Plauché, listrænn stjórnandi Chicago kvikmyndahátíðarinnar og Hrönn Kristinsdóttir, listrænn stjórnandi SFIF, veita innsýn í margvíslegar aðferðir til að fanga athygli forsvarsmanna kvikmyndahátíða og áhorfenda.
SKRÁNING
Bíó Paradís,
kl 11.

VERK Í VINNSLU
Á bransadögum hátíðarinnar kynna kvikmyndagerðarmenn hér á landi verk sem eru í vinnslu. Verkefnin eru ýmist kvikmyndir eða sjónvarpsþættir í vinnslu. Streymt verður beint frá viðburðinum fyrir þá sem ekki hafa tök á að mæta í eigin persónu.
SKRÁNING
Frekari upplýsingar um verkin má finna hér.
Norræna húsið, kl. 16:30.

Föstudagur 12. apríl

PALLBORÐSUMRÆÐUR: KVIKMYNDASTEFNAN 2020-2030
Kvikmyndastefna yfirvalda til tíu ára var kynnt haustið 2020. Fjögur markmið voru skilgreind og undir þeim tíu aðgerðir sem var ætlað að efla kvikmyndaiðnaðinn, auka menntun, bæta fjármögnun og tryggja samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðagrundvelli. En hvað hefur áunnist á þessum rúmu þremur árum, og hvað má betur fara? Fulltrúar stjórnvalda og helstu hagsmunaaðila munu á þessum viðburði fara yfir stöðuna í dag, og hvað þarf að gera til að ná fyrrgreindum markmiðum.
SKRÁNING
Staðsetning og fundartími liggur ekki fyrir, en skráðir fá upplýsingar síðar.

ALEXA FOGEL: MEISTARASPJALL UM LEIKARAVAL & PANEL UM FJÖLBREYTNI LEIKARA Í ÁHEYRNAPRUFUM
Í þessu meistaraspjalli mun Ólafur Darri Ólafsson, leikari, framleiðandi og handritshöfundur, ræða við Alexu L. Fogel sem hlotið hefur fjölda Artios og Emmyverðlauna fyrir hlutverkaval. Saman munu þau deila sinni innsýn og reynslu af þessu ferli. Í framhaldi verður panell þar sem helstu fyrirtæki Íslands í leikaravali ræða um hvernig er hægt að ná til sem flestra leikara og tala um aðferðir sínar til að auka fjölbreytni leikara í kvikmyndum og þáttaröðum.
SKRÁNING
Bíó Paradís, kl. 16:30

LYNNE RAMSAY SPJALLAR VIÐ ÁHORFENDUR
Lynne Ramsay, heiðursgestur Stockfish, ræðir við gesti um verk sín og feril.
SKRÁNING
Bíó Paradís, kl. 19

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR