Hugrás um “Varnarliðið”: Klassískt form og alþekkjandi ávarp

Rammi úr Varnarliðið – Kaldastríðsútvörður.

Björn Þór Vilhjálmsson skrifar um heimildamynd Guðbergs Davíðssonar og Konráðs Gylfasonar Varnarliðið – kaldastríðsútvörður á Hugrás og segir hana afar vel úr garði gerða.

Björn segir meðal annars:

Mynd þeirra Guðbergs og Konráðs er afar vel úr garði gerð. Um er að ræða hefðbundna heimildarmynd, eða heimildarmynd í „klassísku“ formi, í þeim skilningi að skýrandi söguþulur er gegnumgangandi á hljóðrásinni, og leitast hann við að skapa sér yfirbragð hlutleysis og alþekkingar. Tekst það prýðisvel, hugmyndafræðilegar áherslur myndarinnar eru hvergi uppáþrengjandi og samtímaviðtölum er hnýtt saman við myndefni úr arkífum á afar skýrandi og lýsandi hátt. Gæsalappirnar í titlinum, „Varnarliðið“, dregur snyrtilega fram þau andstæðu sjónarhorn sem tókust á á Íslandi áratugum saman, og raddir beggja fylkinga fá að hljóma án þess að málflutningur þeirra sé gengisfelldur eða rýrður með brögðum. Rétt er að nefna að arkífuvinna aðstandenda myndarinnar er framúrskarandi, mikið hefur tekist að finna af ljómandi forvitinlegu og skemmtilegu myndefni frá áratugunum sem myndin skoðar. Hljóðvinna í samtímaviðtölunum er ekki alltaf eins og best væri á kosið en það er svosem ekki stórt atriði. Þetta er fróðleg, skemmtileg og afar vel unnin mynd sem skipar sér með fullum rétti við hlið annarra framúrskarandi heimildarmynda sem gerðar hafa verið um söguleg efni á umliðnum árum.

Sjá nánar hér: Kalt stríð. Um heimildarmyndina „Varnarliðið“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR