ÍSLAND: BÍÓLAND – með nýrri öld steig fram ný kynslóð

Í upphafi nýrrar aldar kemur fram ný kynslóð kvikmyndahöfunda og myndum fjölgar. Þetta og margt annað í sjötta þætti Íslands: bíólands sem kallast Ný öld, ný kynslóð.

Samtímaáherslur eru áberandi, en nálgun er margvísleg. Sumar myndirnar voru mjög persónulegar, aðrar lögðu meira uppúr skemmtun og tíðaranda. Umheimurinn var áberandi, bæði sem sögusvið en einnig hvað varðar vísanir í alþjóðlega kvikmyndahefð.

Myndir sem fjallað er um í þættinum eru:

Villiljós
Nói albínói
Í faðmi hafsins
Þriðja nafnið
Reykjavik Guesthouse, Rent a Bike
Fyrsti apríll
Regína
Stormviðri
Hafið
Maður eins og ég
Mávahlátur
Fálkar
Silny Café (Sterkt kaffi)
One Point O
Dís
Köld slóð
Blóðbönd
Astrópía

Skoða má alla þætti og allar bíómyndir tengdar þáttunum hér.

Viðmælendur í sjötta þætti eru (í stafrófsröð):

Ari Kristinsson
Ágúst Guðmundsson
Árni Ólafur Ásgeirsson
Baltasar Kormákur
Björn Ægir Norðfjörð
Börkur Gunnarsson
Dagur Kári
Didda Jónsdóttir
Friðrik Þór Friðriksson
Gunnar B. Guðmundsson
Jóhann Ævar Grímsson
Margrét Örnólfsdóttir
María Sigurðardóttir
Marteinn Þórsson
Ottó Geir Borg
Róbert Douglas

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til og með 2019. Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er þulur. Framleiðendur eru Guðbergur Davíðsson, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Sunna Gunnlaugs semur tónlist, Konráð Gylfason sér um litgreiningu og samsetningu, Örn Marinó Arnason stjórnar kvikmyndatöku, Hallur Ingólfsson vinnur hljóð og Thank You gerir grafík.

Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf, en RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri þessarar þáttaraðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR