ÍSLAND: BÍÓLAND og baráttan fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð

Á seinni hluta annars áratugarins fjölgaði loks í hópi kvenkyns kvikmyndahöfunda. Í níunda þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um myndir þeirra og baráttuna fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð.

Áhersla á gamanmyndir annarsvegar og dramatískar myndir hinsvegar verður skarpari en áður á öðrum áratuginum, samfara mikilli fjölgun kvikmynda. Myndir Óskars Þórs Axelssonar, Svartur á leik og Ég man þig, verða afar vinsælar. Sama gegnir með verk Baldvins Z, Vonarstræti og Lof mér að falla og mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu.

Þá verður einnig fjallað um hina miklu aukningu leikinna þáttaraða á áratuginum og árangur þeirra á erlendum vettvangi.

Fjallað er um eftirfarandi verk í þættinum:

Sumarbörn
Tryggð
Agnes Joy
Svanurinn
Andið eðlilega
Albatross
Eden
Webcam
Snjór og Salóme
Þetta reddast
Svona er Sanlitun
Reykjavík
Taka 5
Bakk
Fyrir framan annað fólk
Afinn
Ófeigur gengur aftur
Okkar eigin Osló
Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst
Víti í Vestmannaeyjum
Falskur fugl
Grafir og bein
Grimmd
Austur
Frost
Rokland
XL
Rökkur
Vargur
Undir halastjörnu
Málmhaus
Vonarstræti
Lof mér að falla
Undir trénu
París norðursins
Svartur á leik
Ég man þig

Skoða má alla þætti og allar bíómyndir tengdar þáttunum hér.

Viðmælendur í níunda þætti eru (í stafrófsröð):

Ása Helga Hjörleifsdóttir
Ásthildur Kjartansdóttir
Baldvin Z
Baltasar Kormákur
Davíð Óskar Ólafsson
Dögg Mósesdóttir
Edda Björgvinsdóttir
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Heiða Jóhannsdóttir
Helga Þórey Jónsdóttir
Ísold Uggadóttir
Kjartan Þór Þórðarson
Kristín Jóhannesdóttir
Laufey Guðjónsdóttir
Marteinn Þórsson
Óskar Þór Axelsson
Pálmi Guðmundsson
Ragnar Bragason
Silja Hauksdóttir
Skarphéðinn Guðmundsson

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til og með 2019. Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er þulur. Framleiðendur eru Guðbergur Davíðsson, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Sunna Gunnlaugs semur tónlist, Konráð Gylfason sér um litgreiningu og samsetningu, Örn Marinó Arnason stjórnar kvikmyndatöku, Hallur Ingólfsson vinnur hljóð og Thank You gerir grafík.

Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf, en RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri þessarar þáttaraðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR