ÍSLAND: BÍÓLAND – hvað finnst Íslendingum um íslenskar kvikmyndir?

Í myndunum sem birtust undir lok fyrsta áratugarins og í upphafi annars, kvað sér hljóðs ný kynslóð leikstjóra. Margir þeirra vöktu mikla athygli þegar líða fór á annan áratuginn. Þetta og margt annað í áttunda þætti Íslands: bíólands sem sýndur verður á RÚV á sunnudag kl. 20:15.

Vaktaserían og eftirmáli hennar, Bjarnfreðarson, náðu geysilegum vinsældum og Friðrik Þór gerði upp ferilinn í afar persónulegri mynd, Mömmu Gógó, sem líka setti íslenskar kvikmyndir í sögulega vídd.

Í þessum þætti er einnig fjallað um einkenni og persónur íslenskra kvikmynda og samband íslenskra áhorfenda við þær og leggja fjölmargir orð í belg.

Fjallað er um eftirfarandi verk í þættinum:

Mamma Gógó
Eldfjall
Smáfuglar
Anna
Síðasti bærinn
Á annan veg
Sveitabrúðkaup
Kóngavegur
Brim
Algjör Sveppi og leitin að Villa
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum
Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið
Algjör Sveppi og töfraskápurinn
Desember
The Good Heart
Reykjavik Whale Watching Massacre
Boðberi
Jóhannes
Kurteist fólk
Land míns föður
Borgríki
Borgríki II: blóð hraustra manna
Malevolent
Gauragangur
Órói
Bræðrabylta
Slavek the Shit
Sumarlandið
Bjarnfreðarson
Næturvaktin
Dagvaktin
Fangavaktin

Skoða má alla þætti og allar bíómyndir tengdar þáttunum hér.

Viðmælendur í áttunda þætti eru (í stafrófsröð):

Árni Ólafur Ásgeirsson
Árni Þórarinsson
Ásgeir H. Ingólfsson
Baldvin Z
Björn Ægir Norðfjörð
Björn Þór Vilhjálmsson
Bragi Þór Hinriksson
Dagur Kári
Friðrik Þór Friðriksson
Grímur Hákonarson
Gunnar Tómas Kristófersson
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Heiða Jóhannsdóttir
Helga Þórey Jónsdóttir
Hilmar Oddsson
Jón Gnarr
Marta Sigríður Pétursdóttir
Olaf de Fleur
Páll Kristinn Pálsson
Ragnar Bragason
Rúnar Rúnarsson
Sigríður Pétursdóttir
Sverrir Þór Sverrisson
Valdís Óskarsdóttir

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til og með 2019. Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er þulur. Framleiðendur eru Guðbergur Davíðsson, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Sunna Gunnlaugs semur tónlist, Konráð Gylfason sér um litgreiningu og samsetningu, Örn Marinó Arnason stjórnar kvikmyndatöku, Hallur Ingólfsson vinnur hljóð og Thank You gerir grafík.

Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf, en RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri þessarar þáttaraðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR