ÍSLAND: BÍÓLAND og vorhret með sólarglennum á seinni hluta níunda áratugarins

Stella í orlofi, Foxtrot, Í skugga hrafnsins, Magnús, Skytturnar og margar fleiri í þriðja þætti Íslands: bíólands sem kallast Vorhret á glugga og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

Á seinni hluta níunda áratugarins komu fram bæði vinsælar myndir og stór, metnaðarfull verk. Um leið fjölgaði kvikmyndahöfundum en engu að síður varð róðurinn þyngri, áhorfendur voru ekki eins fúsir og áður að koma í bíó, einungis vegna þess að myndin var íslensk. Voru fyrirheitin sem íslenska kvikmyndavorið gaf að gufa upp?

Fjallað er um þessar myndir í þættinum:

Hvítir mávar
Stella í orlofi
Stella í framboði
Kristnihald undir jökli
Eins og skepnan deyr
Svart og sykurlaust
Foxtrot
Brennu-Njáls saga
Rokk í Reykjavík
Hringurinn
Skytturnar
Dalalíf
Magnús
Draugasaga
Ryð
Nonni og Manni
Í skugga hrafnsins
Böðullinn og skækjan
Hvíti víkingurinn
Kúrekar norðursins
Hrafninn flýgur
Í skugga hvíta víkingsins
Tilbury
Skammdegi

Viðmælendur eru (í stafrófsröð):

Ari Kristinsson
Árni Þórarinsson
Edda Björgvinsdóttir
Friðrik Þór Friðriksson
Guðjón Petersen
Guðný Halldórsdóttir
Helga Þórey Jónsdóttir
Hilmar Oddsson
Hrafn Gunnlaugsson
Jakob Frímann Magnússon
Jón Karl Helgason
Jón Tryggvason
Karl Óskarsson
Lárus Ýmir Óskarsson
Sigríður Pétursdóttir
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Viðar Víkingsson
Þórhildur Þorleifsdóttir
Þráinn Bertelsson

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til og með 2019. Hver þáttur tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Vel á annað hundrað viðmælendur koma fram í þáttunum – leikstjórar, framleiðendur, handritshöfundar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þáttaröðinni, skrifar handrit og er þulur. Framleiðendur eru Guðbergur Davíðsson, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Sunna Gunnlaugs semur tónlist, Konráð Gylfason sér um litgreiningu og samsetningu, Örn Marinó Arnason stjórnar kvikmyndatöku, Hallur Ingólfsson vinnur hljóð og Thank You gerir grafík.

Þættirnir eru framleiddir af Kvikmyndasögum ehf, en RÚV er meðframleiðandi. Þeir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands. Kvikmyndamiðstöð Íslands styrkir verkefnið sem og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri þessarar þáttaraðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR