Kvikmyndamiðstöð auglýsir eftir ráðgjöfum

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir eftir kvikmyndaráðgjöfum og skrifstofumanneskju.

Í tilkynningu kemur eftirfarandi fram:

Kvikmyndaráðgjafar skulu hafa staðgóða þekkingu eða reynslu á sviði kvikmynda og mega ekki hafa hagsmuna að gæta varðandi úthlutun eða gegna störfum utan Kvikmyndamiðstöðvar sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð meðan á ráðningartíma stendur.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla eða hafa a.m.k. 3ja ára  starfsreynslu af einhverri af lykilstöðum í kvikmyndagerð. Krafist er góðrar íslensku- og enskukunnáttu, auk þess er kunnátta í einu norðurlandamáli kostur.  Mikilvægt er að kvikmyndaráðgjafar hafi góða samskiptahæfileika.

Um tímabundna ráðningu er að ræða og ráðningartími nemur allt að tveimur árum í senn. Um hlutastarf getur verið að ræða.

Eins auglýsir Kvikmyndamiðstöð skrifstofustarf í lifandi alþjóðlegu umhverfi. Leitað er að ábyrgum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem getur unnið jafnt sjálfstætt sem og með öðru fólki.

Sjá nánar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR