„Svartihnjúkur“ verðlaunuð í Varsjá

svartihnjúkur stillHeimildamynd Hjálmtýs Heiðdal, Svartihnjúkur, hlaut á dögunum bronsverðlaun í flokki kvikmynda um hernað á International History and Military Film Festival í Varsjá í Póllandi.

Hjálmtýr Heiðdal með verðlaunin, sem voru meðal annars replika af pólsku riddaraliðssverði frá 1926.
Hjálmtýr Heiðdal með verðlaunin, sem voru meðal annars replika af pólsku riddaraliðssverði frá 1926.

Svartihnjúkur-stríðssaga úr Eyrarsveit, segir frá árekstri íslenskrar sveitakyrrðar og hrikaleik heimstyrjaldarinnar síðari. Íslenskir bændur voru rifnir úr hversdagslegum búverkum til þess að fara á fjöll að leita að týndri herflugvél. Lýsingar þeirra á hrikalegri aðkomu og líkburði hafa lifað meðal sveitunga þeirra fram á þennan dag.

Margvíslegar sögusagnir hafa spunnist um afdrif bresku flugmannanna og við kynnumst því hvernig íslensk þjóðtrú leitast við að útskýra ógnirnar og afleiðingar þeirra.

Líflína andstæðinga nasistaherjanna byggðist á birgðaflutningum skipalestanna sem m.a. komu við í Hvalfirði. Verkefni flugmannanna sem fórust við Svartahnjúk var að leita að kafbátum og herskipum Þjóðverjar sem reyndu að granda flutningaskipunum á leið yfir Atlantshafið.

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR