spot_img

“Bráðum verður bylting!” sýnd í Bíó Paradís

Íslenskir stúdentar í Svíþjóð tóku íslenska sendiráðið í Stokkhólmi þann 20. apríl 1970 (Mynd:  Åke Malmström)

Sýningar á heimildamyndinni Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason hefjast í dag, fimmtudaginn 11. október.

Myndin segir sögu ’68 kynslóðarinnar sem lét til sín taka í löndum Vesturlanda sjöunda áratugar s.l. aldar. Einstaklingar sem voru þátttakendur í því umróti sem einkenndi þennan tíma útskýra hvaða hvatar lágu að baki þegar þúsundir æskufólks hófu að berjast fyrir eigin gildum í trássi við ríkjandi viðhorf fyrri kynslóða. Sendiráðstakan í Stokkhólmi þ. 20. apríl 1970 var einn af hápunktum í þessari sögu.

Myndin var sýnd á síðustu Skjaldborgarhátíðþ Lesa má umsögn um myndina hér.

Stiklu má skoða að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR