Framleiðandi „The Terminator“ heiðursgestur Northern Wave

Gale Anne Hurd framleiðandi.

Gale Anne Hurd, framleiðandi The Terminator, Aliens, Armageddon og þáttaraðarinnar The Walking Dead, er heiðursgestur 11. Northern Wave hátíðarinnar sem fram fer helgina 26.-28. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ.

Hún mun standa fyrir meistaraspjalli á hátíðinni og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun ræða við hana um feril hennar. Steinunn Ólína er einnig í dómnefnd hátíðarinnar ástamt Ottó Geir Borg handritshöfundi og Nanna Frank Rasmussen, gagnrýnanda hjá Jyllands Posten í Danmörku.

Hátíðin skipuleggur að auki, í samstarfi við Wift og bandaríska sendiráðið, sérstaka sýningu á heimildarmynd sem Gale framleiddi frá árinu 2017, sem heitir Mankiller og fjallar um baráttu fyrsta Cherokee kvenhöfðingjans í Bandaríkjum, Wilma Mankiller, fyrir auknum réttindum indjána. Myndin verður sýnd samtímis í Frystiklefanum á Rifi og í Bíó Paradís, sunnudaginn 28. október klukkan 20.00. Gale mun svara spurningum úr sal eftir myndina í Bíó Paradís.

Á hátíðinni verðar sýndar 60 alþjóðlegar stuttmyndir, bæði íslenskar og erlendar, en þeirra á meðal eru fjölda verðlaunamynda frá hátíðum á borð við Cannes, Sundance og Tribeca.

Á ári hverju tilnefnir hátíðin, í samstarfi við Albumm.is, íslensk tónlistarmyndbönd til verðlauna. Í ár eru 20 tónlistarmyndbönd tilnefnd.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR