David Cronenberg: Sjálfsvitundin heillandi viðfangsefni

Dav­id Cronen­berg. Mynd/​Nicolas Gu­er­in

Morgunblaðið birtir viðtal við David Cronenberg, annan heiðursgesta RIFF í ár.

Þar segir meðal annars:

Cronen­berg vakti fyrst at­hygli fyr­ir svo­kallaðar „body horr­or“-mynd­ir á átt­unda ára­tugn­um, hroll­vekj­ur sem hafa að geyma lík­am­leg­an hryll­ing, lík­ams­tjón og of­beldi, höfuð sem springa og út­lima­missi svo dæmi séu tek­in. And­leg veik­indi og ótti hafa verið al­geng stef í mynd­um Cronen­bergs sem fjalla flest­ar á myrk­an hátt um eðli manns­ins. Cronen­berg hef­ur tek­ist á við vís­inda­skáld­skap í mörg­um mynda sinna og í seinni tíð þokast frá lík­ams­hryll­ingn­um yfir í öllu sál­rænni, drama­tísk­ari frá­sagn­ir. Í kvik­mynd­inni Ea­stern Promises frá ár­inu 2007 fjallaði hann um rúss­neska mafíu­fjöl­skyldu í Lund­ún­um og í A Dan­gerous Met­hod frá ár­inu 2011 tók hann fyr­ir sam­band geðlækn­anna Carl Jung og Sig­mund Fr­eud, svo dæmi séu tek­in um þá beygju. En þrátt fyr­ir fjöl­breytt höf­und­ar­verk verður Cronen­berg ef­laust fyrst og fremst minnst sem eins fremsta hroll­vekju­leik­stjóra kvik­mynda­sög­unn­ar, þó að hann líti ekki sjálf­ur á mynd­ir sín­ar sem hryll­ings­mynd­ir.

Kvik­mynd­ir voru eins og bíl­ar

Cronen­berg fædd­ist í Toronto árið 1943 og varð 72 ára í mars sl. Móðir hans var tón­list­ar­kona, faðir hans rit­höf­und­ur sem rak einnig bóka­búð og sem dreng­ur skrifaði Cronen­berg sög­ur af mikl­um móð. Þegar kom að há­skóla­námi valdi hann líf­fræði en skipti svo yfir í bók­mennta­fræði. Hann ætlaði sér að verða vís­indamaður og rit­höf­und­ur en sneri sér að kvik­mynda­gerð eft­ir að hafa séð kvik­mynd eft­ir bekkj­ar­fé­laga sinn Dav­id Secter, Win­ter Kept Us Warm, árið 1966, sem skóla­fé­lag­ar hans léku í.

„Sú staðreynd að mynd­in væri til,“ svar­ar Cronen­berg, létt­ur í bragði, þegar hann er spurður að því hvað það hafi verið við mynd­ina sem kveikti áhuga hans á kvik­mynda­gerð. Hann seg­ir kvik­mynda­gerð ekki hafa verið til staðar í Toronto eða Kan­ada yf­ir­leitt á þess­um tíma. „Kvik­mynd­ir voru eins og bíl­ar, þær komu að utan, frá Banda­ríkj­un­um eða Evr­ópu. Þegar ég sá kvik­mynd sem leit út eins og al­vöru kvik­mynd, mynd sem skóla­fé­lag­ar mín­ir léku í, varð ég frá mér num­inn. Það er erfitt að lýsa þeirri til­finn­ingu núna þegar börn eru far­in að taka upp mynd­ir á snjallsím­ana sína en það var mik­il upp­götv­un fyr­ir mig á sín­um tíma að ég gæti gert al­vöru kvik­mynd í Toronto með fólki þaðan. Það var heil­mik­il hug­ljóm­un og mig langaði að sjá hvort ég gæti þetta.“

Sjá viðtalið í heild hér: Sjálfsvitundin heillandi viðfangsefni – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR