„Dagur í lífi þjóðar“: Heimildamynd um einn dag í lífi þjóðarinnar samkvæmt henni sjálfri

Dagur í lífi þjóðar IKON MYND

RÚV býður öllum í landinu að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi sínu þennan dag. Úr innsendu efni verður gerð heimildamynd í fullri lengd, Dagur í lífi þjóðar, sem sýnd verður á hálfrar aldar afmæli RÚV þann 30. september 2016.

Umsjón með verkefninu hefur Ásgrímur Sverrisson. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar.

Í tilkynningu frá RÚV segir meðal annars:

Hvað ertu að fást við? Hvað er í gangi í lífi þínu? Hver eru verkefni dagsins? Sýndu það – segðu frá! Þú getur myndað hvað sem er, en hafðu það persónulegt og um eitthvað sem skiptir þig máli. Heimildamyndin Dagur í lífi þjóðar snýst um þig.

Allar frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér: Dagur í lífi þjóðar

Kynningarstiklu má skoða hér að neðan:

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt stjórnandi þessa verkefnis.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR