Kvikmyndaverðlaun Eddunnar afhent í Gufunesi 13. apríl, bein útsending á RÚV

Þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu Edduverðlaunanna sem eingöngu eru veitt verðlaun fyrir kvikmyndir. Sjónvarpsverðlaun verða væntanlega afhent í haust.

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían stendur fyrir afhendingu Kvikmyndaverðlauna Eddunnar þann 13. apríl í Stúdíó 2 í Gufunesi. Líkt og fyrri ár verður hátíðin sýnd í beinni útsendingu á RÚV sem hefst klukkan 19:45 og lýkur 21:15.

Veitt verða samtals 20 verðlaun til kvikmyndaverka sem frumsýnd voru á tímabilinu 1. janúar 2023 til 31. desember 2023.

Þá verða heiðursverðlaun ÍKSA veitt ásamt tveimur nýjum verðlaunum. Erlend kvikmynd ársins verður verðlaunuð og Uppgötvun ársins en þau eru veitt einstaklingi sem ekki hefur hlotið tilnefningu áður í viðkomandi fagverðlaunaflokki en hefur vakið sérstaka athygli fyrir framúrskarandi framlag á árinu.

Kosningu meðlima ÍKSA lauk fyrir skemmstu og hefur KPMG umsjón með kosningunni.

Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson hlýtur flestar tilnefningar eða 10 talsins. Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur fær 9 tilnefningar. Eistnesk/fransk/íslenska heimildamyndin Smoke Sauna Sisterhood fær 6 tilnefningar.

Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Eddunnar 2024 eru sem hér segir:

BARNA- OG UNGLINGAMYND ÁRSINS
Konni
Sætur (Felt Cute)
Þið kannist við…

ERLEND KVIKMYND ÁRSINS
Anatomy of a Fall (Fallið er hátt)
Fallen Leaves
Killers of the Flower Moon
Oppenheimer
Past Lives

HEIMILDAMYND ÁRSINS
Heimaleikurinn
Skuld
Smoke Sauna Sisterhood

HEIMILDASTUTTMYND ÁRSINS
Konni
Super Soldier
Uppskrift: lífið eftir dauðann

KVIKMYND ÁRSINS
Á ferð með mömmu
Tilverur
Villibráð

STUTTMYND ÁRSINS
Dunhagi 11
Sorg etur hjarta
Sætur (Felt Cute)

BRELLUR ÁRSINS
Davíð Jón Ögmundsson, Dragos Vilcu, Árni Gestur Sigfússon & Rob Tasker fyrir Napóleonsskjölin
Jean-Michel Boublil, Jörundur Rafn Arnarson fyrir Northern Comfort
Atli Þór Einarsson fyrir Óráð

BÚNINGAR ÁRSINS
Helga Rós V. Hannam fyrir Á ferð með mömmu
Helga Rós V. Hannam fyrir Kulda
Arndís Ey fyrir Tilverur

GERVI ÁRSINS
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Á ferð með mömmu
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Kulda
Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir fyrir Villibráð

HANDRIT ÁRSINS
Hilmar Oddsson fyrir Á ferð með mömmu
Erlingur Óttar Thoroddsen fyrir Kulda
Tyrfingur Tyrfingsson og Elsa María Jakobsdóttir fyrir Villibráð

HLJÓÐ ÁRSINS
Matis Rei fyrir Á ferð með mömmu
Björn Viktorsson fyrir Northern Comfort
Huldar Freyr Arnarson fyrir Smoke Sauna Sisterhood

KLIPPING ÁRSINS
Gunnar B. Guðbjörnsson og Kristján Loðmfjörð fyrir Napóleonsskjölin
Hendrik Mägar fyrir Smoke Sauna Sisterhood
Ivor Šonje fyrir Tilverur

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
Óttar Guðnason fyrir Á ferð með mömmu
Árni Filippusson fyrir Napóleonsskjölin
Ants Tammik fyrir Smoke Sauna Sisterhood

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Á ferð með mömmu
Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Tilverur
Gísli Örn Garðarsson fyrir Villibráð

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Ólafur Darri Ólafsson fyrir Napóleonsskjölin
Hilmir Snær Guðnason fyrir Villibráð
Björn Hlynur Haraldsson fyrir Villibráð

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Kristbjörg Kjeld fyrir Á ferð með mömmu
Elín Hall fyrir Kulda
Vivian Ólafsdóttir fyrir Napóleonsskjölin

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Kulda
Selma Björnsdóttir fyrir Kulda
Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Villibráð

LEIKMYND ÁRSINS
Heimir Sverrisson fyrir Napóleonsskjölin
Hulda Helgadóttir, Eggert Ketilsson fyrir Northern Comfort
Heimir Sverrisson fyrir Villibráð

LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Hilmar Oddsson fyrir Á ferð með mömmu
Anna Hints fyrir Smoke Sauna Sisterhood
Elsa María Jakobsdóttir fyrir Villibráð

TÓNLIST ÁRSINS
Tönu Kõrvits fyrir Á ferð með mömmu
Daníel Bjarnason fyrir Northern Comfort
Eðvarð Egilsson fyrir Smoke Sauna Sisterhood

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR