„Þrestir“ fær tvennu í Sao Paulo

Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus og Rúnar Rúnarsson leikstjóri Þrasta i Sao Paulo.
Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus og Rúnar Rúnarsson leikstjóri Þrasta i Sao Paulo.

Þrestir Rúnars Rúnarssonar var valin besta leikna myndin í flokki nýrra leikstjóra á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu. Einnig hlaut hún verðlaun fyrir besta handrit. Alls voru 13 íslenskar kvikmyndir í fullri lengd sýndar á hátíðinni.

Vísir ræddi við Lilju Ósk Snorradóttur, meðframleiðanda myndarinnar, af þessu tilefni:

„Þetta var frábær ferð hjá okkur. Uppselt var á allar sýningar Þrasta og við fengum frábær viðbrögð. Fólk hló og grét yfir myndinni. Það er svo gaman að koma í önnur menningarsamfélög og upplifa viðbrögð fólks. Þetta var Suður-amerísk frumsýning hjá okkur og erum við í skýjunum yfir þessu öllu saman. Þessi verðlaun gefa fín fyrirheit um góða dreifingu myndarinnar í álfunni“ segir Lilja.

Þrestir var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og hefur nú hlotið fimm alþjóðleg verðlaun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR