„Þrestir“ Rúnars Rúnarssonar á San Sebastian

Atli Óskar Fjalarsson í Þröstum Rúnars Rúnarssonar.
Atli Óskar Fjalarsson í Þröstum Rúnars Rúnarssonar.

Þrest­ir Rúnars Rúnarssonar hef­ur verið val­in til þátt­töku í aðal­keppni San Sebastian hátíðar­inn­ar sem fram fer 18.-26. sept­em­ber. Myndin verður að líkindum frumsýnd á Íslandi á RIFF en almennar sýningar hefjast 16. október.

Þrest­ir fjall­ar um 16 ára pilt sem send­ur er á æsku­stöðvarn­ar vest­ur á firði til að búa með föður sín­um sem hann hef­ur ekki séð í sex ár.

Rún­ar Rún­ars­son leik­stýr­ir og skrif­ar hand­ritið að Þröst­um. Mikk­el Jers­in og Rún­ar Rún­ars­son eru aðal­fram­leiðend­ur mynd­ar­inn­ar fyr­ir Ni­mb­us Film. Fram­leiðandi er Birgitte Hald og meðfram­leiðend­ur eru Lilja Ósk Snorra­dótt­ir fyr­ir Pega­sus og Igor Nola fyr­ir Mp Film. Í aðal­hlut­verk­um eru Atli Óskar Fjalars­son, Ingvar E. Sig­urds­son, Rakel Björk Björns­dótt­ir og Rade Ser­bedzija. Tónlist mynd­ar­inn­ar er sam­in af Kjart­ani Sveins­syni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR