Laufey: Kynjakvóti vandmeðfarin aðgerð

Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, tjáir sig um þær hugmyndir sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið varðandi kynjakvóta til að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Hún segir þetta vandmeðfarna aðgerð sem yrði að vera tímabundin.

Vísir greinir frá:

Kvikmyndasjóður er samkeppnissjóður sem ber skylda til að velja bestu verkefnin hverju sinni og segir Laufey að breyta þyrfti hlutverki sjóðsins, sem starfar samkvæmt kvikmyndalögum, ef setja ætti kynjakvóta á úthlutanir hans til kvikmyndagerðar. Hún segir að kynjakvóti gæti hrist upp í þessu kerfi og virkað sem hvatning á konur að leggja fyrir sig kvikmyndagerð.

„Róttæk aðgerð“
„Þetta er svolítið róttæk aðgerð en það sem háir okkur líka líka er að konur hafa farið síður í þetta nám sem leikstjórar en það er samt að lagast núna síðustu árin og jafnast. Við höfum fengið langt um færri umsóknir frá konum en körlum en við höfum reynt að skala þær upp. Hins vegar gæti kynjakvóti tímabundið hrist svolítið upp í þessu,“ segir Laufey.

Eitt verkfæri
Hún telur tímabundinn kynjakvóta einnig geta hrist upp í bransanum þar sem horft yrði meira til kvenna þegar kemur að því að ráða inn í stöður. Kynjakvóti á úthlutanir úr kvikmyndasjóði yrði þó aðeins eitt verkfæri til að auka hlut kvenna í kvikmyndum að hennar mati. Hún nefnir að í framhaldsskólum séu strákar yfirgnæfandi meirihluti í kvikmyndaklúbbum spyr sig hvort að það þurfi að koma meiri hvatning til stúlkna þegar kemur að því að sækja nám í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi.

„Ég held að kynjakvóti sé ekkert eina lausnin.“

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR