„Þrestir“ fá fjarka í Les Arcs

Atli Óskar Fjalarsson í Þröstum Rúnars Rúnarssonar.
Atli Óskar Fjalarsson í Þröstum Rúnars Rúnarssonar.

Þrestir Rúnars Rúnarssonar unnu til fernra verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Les Arcs í frönsku ölpunum. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar, Atli Óskar Fjalarsson var valinn besti leikarinn, þá var myndataka Sophiu Olsson verðlaunuð og myndin fékk auk þess pressuverðlaunin.

Með þessum verðlaunum er heildarfjöldi alþjóðlegra verðlauna myndarinnar kominn í 10.

Samtals hafa þá íslenskar kvikmyndir hlotið 87 alþjóðleg verðlaun á árinu.

Sjá nánar hér: ‘Sparrows’ wins top prize at Les Arcs; ‘Room’ wins audience award | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR