„Hvítur, hvítur dagur“ og „Bergmál “ verðlaunaðar í Lübeck

Ingvar E. Sigurðsson tekur við verðlaunum fyrir Hvítan, hvítan dag í Lübeck, 2. nóvember 2019. (Mynd: Olaf Mal Tooth – Lübeck)

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson voru báðar verðlaunaðar á 61. Norrænu kvikmyndadögunum í Lübeck sem lauk um helgina.

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason aðalverðlaun hátíðarinnar, NDR verðlaunin fyrir bestu kvikmyndina. Ingvar E. Sigurðsson aðalleikari myndarinnar tók við verðlaununum. Myndin fer í almenna dreifingu í kvikmyndahúsum í Þýskalandi þann 13.febrúar á næsta ári.

Umsögn dómnefndar var eftirfarandi:

“The NDR Film Prize jury honours a film that explores the despair of a great loss with almost playful ease. In unusual, precise scenes, the characters interact as equals, displaying enormous strength and comedic elements. This is brave filmmaking, bolstered with a breath-taking inventive skill and powerful imagery.”

Bergmál hlaut Interfilm kirkjuverðlaunin og veitti Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi verðlaununum viðtöku. Verðlaunafé nemur 5.000 evrum eða um 700.000 íslenskum krónum.

Íslenskar myndir hafa verið sigursælar á hátíðinni mörg undanfarin ár, en Lübeck hátíðin er sú eina í Evrópu sem einblínir sérstaklega á norrænar kvikmyndir. Meðal þeirra kvikmynda sem kepptu um verðlaunin að þessu sinni voru Héraðið eftir Grím Hákonarson, Queen of Hearts eftir May el-Toukhy (sem vann Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í síðustu viku), About Endlessness eftir Roy Andersson og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson.

Íslenskar myndir hafa verið sigursælar á hátíðinni mörg undanfarin ár, en Lübeck hátíðin er sú eina í Evrópu sem einblínir sérstaklega á norrænar kvikmyndir. Þær íslensku myndir sem unnið hafa aðalverðlaun hátíðarinnar eru:

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson 2018
Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson 2016
Vonarstræti eftir Baldvin Z 2014
Hin helgu vé eftir Hrafn Gunnlaugsson 1994

Margar aðrar íslenskar myndir hafa einnig verið verðlaunaðar á hátíðinni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR