Rúnar Rúnarsson valinn besti leikstjórinn á Valladolid hátíðinni

Rúnar Rúnarsson leikstjóri og handritshöfundur.

Rúnar Rúnarsson var valinn besti leikstjórinn fyrir kvikmynd sína Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni sem fram fór á dögunum. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinar sem verður frumsýnd á Íslandi þann 20. nóovember.

Seminci hátíðin í Valladolid er er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta og fjórða sinn í ár. Að vanda var verðlaunaafhendingin sýnd beint í ríkissjónvarpi Spánar enda safnast saman margar af stjörnum landsins að þessu tilefni.

Spænskir gagnrýnendur hafa farið einkar fögrum orðum um Bergmál á undanförnum dögum og meðal annars sagt hana húmaníska kvikmynd sem sé listrænt djörf, þar sem fegurð, húmor og sorg fari saman.

Bergmál samanstendur af fimmtíu og átta ótengdum senum sem rýna í íslenskan samtíma í aðdraganda jóla.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR