O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson var valin besta evrópska stuttmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni á dögunum. Myndin er þar með komin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna á næsta ári.
Rúnar Rúnarsson var valinn besti leikstjórinn fyrir kvikmynd sína Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni sem fram fór á dögunum. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinar sem verður frumsýnd á Íslandi þann 20. nóovember.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur bætt þremur alþjóðlegum verðlaunum í safnið á síðustu dögum. Myndin var valin besta dramað og besta myndin á Byron Bay Film Festival í Ástralíu og Halldóra Geirharðsdóttir var valin besta leikkonan á Valladolid hátíðinni á Spáni.