spot_img

Verkefnið EINVERA eftir Ninnu Pálmadóttur vinnur til ArteKino verðlaunanna í Les Arcs

Einvera (Solitude), verkefni í þróun eftir Ninnu Pálmadóttur, vann á dögunum til ArteKino verðlaunanna fyrir besta verkefnið á Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi.

Þetta kemur fram á vef Kvikmyndamiðstöðvar:

Á Coproduction Village voru alls 18 evrópsk verkefni í þróun kynnt framleiðendum, söluaðilum, dreifingaraðilum og öðrum fjármögnunaraðilum.

Í röksemd dómnefndar fyrir valinu segir:

“The ArteKino International Award‘s choice went to the project of a young director, who has expressed her talent in two sensitive and poetic short films. Her first feature echoes harmoniously with the characters of her shorts and her universe with the one of her scriptwriter, a very talented Icelandic director.”

Solitude er framleidd af Pegasus Pictures í samframleiðslu við króatíska framleiðslufyrirtækið MP Film Production. Allar nánari upplýsingar um kvikmyndahátíðina í Les Arcs og Coproduction Village má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Á vef Kvikmyndamiðstöðvar segir þetta um verkefnið:

Aldraður bóndi flytur í fyrsta sinn inn í þéttbýlis-samfélag og kynnist þar ungum blaðbera sem mun koma til með að breyta lífi þeirra beggja.

Handritið skrifar Rúnar Rúnarsson og framleiðandi er Lilja Ósk Snorradóttir fyrir Pegasus. Verkefnið hefur fengið 120 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndasjóði.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR