Í tólfta þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Óskar Þór Axelsson við tvo leikstjóra af yngri kynslóð, þau Ninnu Pálmadóttur og Erlend Sveinsson, sem bæði eru að undirbúa sín fyrstu verk í fullri lengd.
Einvera (Solitude), verkefni í þróun eftir Ninnu Pálmadóttur, vann á dögunum til ArteKino verðlaunanna fyrir besta verkefnið á Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi.
Útskriftarmynd Ninnu Pálmadóttur úr NYU Tisch School of the Arts, stuttmyndin Allir hundar deyja, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Generation NEXT of European Cinema á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 22. - 26. ágúst í Tékklandi.
Stuttmyndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur bar sigur úr býtum í stuttmyndakeppninni Sprettfiskurinn sem Stockfish kvikmyndahátíðin stendur fyrir. Í verðlaun hlaut Ninna 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl.
Sólveigar Anspach verðlaunin voru veitt í fjórða sinn á dögunum en þeim er ætlað að styðja við kvikmyndagerðarkonur frá Frakklandi og Íslandi sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerðarlistinni. Í ár hlutu stuttmyndirnar Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur og Undir berkinum eftir Éve-Chems-de Brouwer hnossið. Menningin á RÚV ræddi við þær.