spot_img

Ninna Pálmadóttir og Éve-Chems-de Brouwer fá Sólveigar Anspach verðlaunin

Ninna Pálmadóttir (mynd: RÚV)

Sólveigar Anspach verðlaunin voru veitt í fjórða sinn á dögunum en þeim er ætlað að styðja við kvikmyndagerðarkonur frá Frakklandi og Íslandi sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerðarlistinni. Í ár hlutu stuttmyndirnar Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur og Undir berkinum eftir Éve-Chems-de Brouwer hnossið. Menningin á RÚV ræddi við þær.

Af vef RÚV:

„Ég bjó við hliðina á vídjóleigu þegar ég var barn, var mikið að taka myndir og svo kom tímapunktur þar sem ég byrjaði að pæla hvernig kvikmyndir séu gerðar og af hverju líður mér svona þegar ég horfi á þær,“ segir Ninna Pálmadóttir kvikmyndagerðarkona sem vann á dögunum til Sólveigar Anspach verðlaunanna.

Ninna lærði kvikmyndafræði í Háskóla Íslands og síðar kvikmyndagerð í  New York.  Blaðberinn var tekin upp á Reyðarfirði árið 2017 og var frumsýnd á Seattle International film festival og valin besta íslenska stuttmyndin á RIFF í fyrra. Að sögn Ninnu kviknaði draumurinn um kvikmyndagerð snemma. „Það er svo mikilvægt að hafa fyrirmyndir. Til dæmis þegar ég var yngri þá vissi maður ekki um mikið af konum sem leikstýrðu bíómyndum. Ég sá myndir eftir Sofiu Coppola, þá kom upp þessi hugmynd: „já ókei, þetta er eitthvað sem ég get gert. Ef hún getur það, þá get ég það.“ Það er svo ótrúlega mikilvægt að vera með þessar fyrirmyndir og Sólveig Anspach var það líka,“ segir hún.

Éve-Chems-de Brouwer
Éve-Chems-de Brouwer (mynd: RÚV)

Éve-Chems-de Brouwer starfaði lengi sem leikkona en flutti síðan til Kanada þar sem hún kynntist fleiri hliðum kvikmyndagerðar. „Þetta fjallar um stúlku um tvítug sem lifir snúna tíma því hún býr yfir miklu leyndarmáli. Hún er að missa hárið  er persónulegt, hún er með hárlos á þessu stigi.“ Myndina byggir Chems-de Brouwer á eigin sögu. „Þetta er persónulegt verk, ég reyndi þetta sjálf.“

Að sögn Ninnu hefur kvikmyndabransinn þróast í jafnréttisátt síðustu ár. „Það þarf bara að láta ungar konur og stelpur láta vita að þær geti farið þessa leið. Og til þess eru fyrirmyndirnar. Ég held að svona viðburðir og svona verðlaun séu ótrúlega mikilvæg akkúrat núna til að halda þessu á réttri leið.“

Sjá nánar hér: „Þetta er eitthvað sem ég get gert“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR