Heim Fréttir Stuttmyndin WILMA verðlaunuð á Giffoni hátíðinni 

Stuttmyndin WILMA verðlaunuð á Giffoni hátíðinni 

-

Stuttmyndin Wilma í leikstjórn Hauks Björgvinssonar var valin besta stuttmyndin í flokknum „Generator + 16“ á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu. Hátíðin er ein stærsta barna og unglinga kvikmyndahátíð í heimi.

Wilma er um ungan dreng sem hittir í fyrsta skipti brottfluttan föður sinn sem býr í hjólhýsahverfi. Faðir hans veit þó ekki að núna skilgreinir hann sig sem stelpu.

Myndin var frumsýnd á RIFF árið 2019 en hún hefur einnig hlotið handritaverðlaun á Face á Face í Frakklandi, áhorfendaverðlaun á Luststreifen í Sviss og sérstök dómnefndarverðlaun á Flickerfest stuttmyndahátíðinni.

Nánar upplýsingar um Giffoni kvikmyndahátíðina og verðlaunin má finna hér. 

Sjá nánar hér: Wilma vann verðlaun fyrir bestu stuttmyndina í flokki fyrir börn 16 ára og eldri á Giffoni kvikmyndahátíðinni

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.