Stuttmyndin WILMA verðlaunuð á Giffoni hátíðinni 

Stuttmyndin Wilma í leikstjórn Hauks Björgvinssonar var valin besta stuttmyndin í flokknum „Generator + 16“ á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu. Hátíðin er ein stærsta barna og unglinga kvikmyndahátíð í heimi.

Wilma er um ungan dreng sem hittir í fyrsta skipti brottfluttan föður sinn sem býr í hjólhýsahverfi. Faðir hans veit þó ekki að núna skilgreinir hann sig sem stelpu.

Myndin var frumsýnd á RIFF árið 2019 en hún hefur einnig hlotið handritaverðlaun á Face á Face í Frakklandi, áhorfendaverðlaun á Luststreifen í Sviss og sérstök dómnefndarverðlaun á Flickerfest stuttmyndahátíðinni.

Nánar upplýsingar um Giffoni kvikmyndahátíðina og verðlaunin má finna hér. 

Sjá nánar hér: Wilma vann verðlaun fyrir bestu stuttmyndina í flokki fyrir börn 16 ára og eldri á Giffoni kvikmyndahátíðinni

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR