spot_img

Stuttmyndin EGGIÐ verðlaunuð í Finnlandi

Stuttmyndin Eggið eftir Hauk Björgvinsson vann til verðlaunanna Best Genre Film í flokknum Generation XYZ á kvikmyndahátíðinni í Tampere, Finnlandi. Hátíðin, sem er stærsta stuttmyndahátíðin á Norðurlöndunum, fór fram dagana 9. – 13. mars.

Eggið segir frá Gunnari og Önnu sem búa í litlu samfélagi sem hverfist um að útrýma ástarsorg með því að allir fái úthlutað nýjum maka á 7 ára fresti í Ástarlottóinu. Líf án ástarsorgar virðist sem himnaríki á jörðu en dystópískur raunveruleikinn blasir við þegar Gunnar og Anna verða ástfanginn upp fyrir haus og standa frammi fyrir úthlutun á nýjum maka.

Framleiðendur myndarinnar eru Tinna Proppé og Haukur Björgvinsson fyrir Reykjavík Rocket og meðframleiðendur eru Kjartan Þór Þórðarson og Hilmar Sigurðsson hjá Sagafilm, auk Rob Tasker. Með aðalhlutverk fara Bríet Ísis Elfar og Jóhann Kristófer Stefánsson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR