Bransahelgi Stockfish á Selfossi 26.-27. mars

Bransadagar (bransahelgi) Stockfish hátíðarinnar fara fram í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi helgina 26.-27. mars.

Dagskráin er í grófum dráttum svona, nánari tímasetningar á einstökum viðburðum verða tilkynntar síðar.

VERK Í VINNSLU
Verk í vinnslu hefur verið árlegur hluti Bransadaga frá upphafi Stockfish. Þar gefst kvikmyndargerðarfólki tækifæri til að kynna þau verk sem þau kunna að vera með í vinnslu, þá sérstaklega fyrir erlendum blaðamönnum og dagskrárstjórum alþjóðlegra kvikmyndahátíða, sem sækja okkur heim.

MEISTARASPJALL
Kleber Mendoca Filho & Emilie Lesclaux
Hjónin Kleber Mendonça Filho and Emilie Lesclaux eru meðal virtustu kvikmyndagerðarmanna latnesku Ameríku. Myndir þeirra hafa náð miklum alþjóðlegum árangri og hlotið á annað hundrað viðurkenninga. Nánar HÉR.

SPJALL
Federica Sainte-Rose Creative Artists Agency (CAA)
Fjármögnun, sala og dreifing sjálfstætt framleiddra kvikmynda á alþjóðlegum markaði.
Leikstjórar og framleiðendur sérstaklega velkomnir! Nánar HÉR.

SPJALLBORÐ
Handritagerð í umhverfi nýmiðla
Hvaða þýðingu hefur þróun nýmiðla fyrir handristhöfunda í dag? Hver eru tækifærin og hverjar eru helstu hindranir? Nánar HÉR.

VFX – SPJALL
Innsýn í sjónrænar brellur í Dýrinu
Teymið á bakvið Dýrið er það fyrsta í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar til að hljóta alþjóðleg verðlaun í flokki tæknibrellna. Þau ræða við okkur tilurð þess að hafa hlotið Evrópsku Kvikmyndaverðaunin í sínum flokki.

GRÆN KVIKMYNDAGERÐ & SJÁLFBÆRNI
Fjarfundur með Birgit Heidsiek, frá Green Film Shooting, stofnanda og talskonu grænnar kvikmyndagerðar hjá Evrópumiðstöð sjálfbærrar fjölmiðlunar. Spjallborð í kjölfarið.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR