spot_img

SYSTRABÖND ekki byggð á HYSTORY

Höfundar og framleiðendur þáttaraðarinnar Systrabönd hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna um möguleg likindi verksins við leikritið Hystory.

Yfirlýsingin hljóðar svo:

Að gefnu tilefni vilja höfundar og framleiðendur Systrabanda koma eftirfarandi á framfæri:

Sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd er ekki byggð á leikritinu Hystory með neinum hætti. Höfundar Systrabanda nýttu sér það hvorki til stuðnings, innblásturs í sköpunarferli þáttanna né á nokkurn annan hátt. Þau líkindi sem bent hefur verið á með verkunum tveimur koma eingöngu til af eðlilegri úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni.

Jóhann Ævar Grímsson hóf hugmyndavinnu að Systraböndum í mars 2013 en kveikjan var bandarískt morðmál frá 1992. Fyrstu gögn hugmyndavinnunnar og útlínur að verkinu eru dagsett 18.3.2013 með sannanlegum og óvéfengjanlegum hætti.

Virðingarfyllst,

Jóhann Ævar Grímsson, hugmyndar- og handritshöfundur
Björg Magnúsdóttir, handritshöfundur
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, handritshöfundur og leikari
Silja Hauksdóttir, handritshöfundur og leikstjóri
Tinna Proppé, framleiðandi
Hilmar Sigurðsson, framleiðandi

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR