HeimEfnisorðSystrabönd

Systrabönd

Kristín Eiríksdóttir ræðir HYSTORY/SYSTRABÖND málið

Kristín Eiríksdóttir skáld segist hafa lært mikið um höfundarrétt á síðustu mánuðum, eftir að hún upplifði að hugverki sínu hefði verið stolið þegar þáttaröðin Systrabönd kom út. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve sár sú lífsreynsla hafi í raun og veru reynst henni.

SYSTRABÖND ekki byggð á HYSTORY

Höfundar og framleiðendur þáttaraðarinnar Systrabönd hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna um möguleg likindi verksins við leikritið Hystory.

Morgunblaðið um SYSTRABÖND: Vandað til verka á öllum póstum

Silja Björk Huldudóttir hjá Morgunblaðinu skrifar um þáttaröðina Systrabönd (Sjónvarp Símans) og segir meðal annars: "Hér birtast okkur m.a. breyskar konur sem auðveldlega má hafa samúð með á sama tíma og gjörðir þeirra eru fordæmdar." Athugið að spilliefni er að finna í umsögninni.

Fréttablaðið um SYSTRABÖND: Kvenlegur harmleikur

"Öflugar leik­konur fara á kostum í sér­lega bita­stæðum hlut­verkum í þátta­röðinni Systra­bönd sem kallar á hám­horf þar sem for­vitni um af­drif per­sóna vegur þyngra en undir­liggjandi spennan í kringum glæpinn sem keyrir at­burða­rásina á­fram," skrifar Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðið.

Mikil líkindi sögð með leikriti og þáttaröð: Tvö ólík verk segir leikstjóri þáttaraðarinnar, spark í magann segir leikskáldið

Kristín Eiríksdóttir rithöfundur og leikskáld flutti í gær pistil í Viðsjá á Rás 1 þar sem hún lýsir því að það hafi verið sem spark í maga að komast að því að þáttaröðin Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory.

Mikið áhorf á SYSTRABÖND

Þáttaröðin Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur birtist í heild sinni á efnisveitu Símans, Sjónvarp Símans Premium, um páskana. Síminn hefur gefið út að þáttaröðin hafi slegið áhorfsmet hjá miðlinum með yfir 210 þúsund spilanir á fyrstu dögunum.

Lestin um SYSTRABÖND: Brothættur og blákaldur raunveruleiki

„Vönduð persónusköpun yfirgnæfir brostnar væntingar til sögufléttunnar og áhorfendur sogast inn í virkni kvennanna, sem afhjúpar þær bæði sem breyskar og skeikular á sama tíma og þær reyna að bæta fyrir syndir sínar,“ segir Katrín Guðmundsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um þáttaröðina Systrabönd.

Silja Hauksdóttir um SYSTRABÖND: Breyskar konur eru mitt uppáhald

Silja Hauksdóttir leikstjóri þáttaraðarinnar Systrabönd ræddi við Menninguna á RÚV á dögunum um verkið sem er væntanlegt í Sjónvarp Símans um páskana.

Jóhann Ævar Grímsson um SYSTRABÖND: Ekki hver gerði það, heldur afhverju

Jóhann Ævar Grímsson er tilnefndur til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna í ár fyrir þáttaröðina Systrabönd sem væntanleg er í Sjónvarp Símans á þessu ári. Verðlaunin verða afhent á Gautaborgarhátíðinni. Nordic Film & TV News ræddi við hann af þessu tilefni.

Þessi verk eru væntanleg 2021

Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.

SYSTRABÖND tilnefnd til handritaverðlauna Norræna sjóðsins

Þáttaröðin Systrabönd er tilnefnd til Nordisk Film og TV Fond handritsverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem hefst í lok janúar. Þáttaröðin keppir þar um besta handrit í flokki dramasjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndunum.

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu

Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.

Sagafilm undirbýr þáttaröðina SYSTRABÖND í samvinnu við Símann, Sky Studios, NBCU og  NENT

Glæpaserían Systrabönd er nú í vinnslu hjá Sagafilm og verður verkefnið kynnt á Gautaborgarhátíðinni sem nú stendur yfir. Silja Hauksdóttir mun leikstýra þáttunum sem verða sex, Jóhann Ævar Grímsson og Björg Magnúsdóttir skrifa handrit. Þættirnir verða sýndir 2021.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR