„Hvítur, hvítur dagur“ í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Evrópska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt um þær 46 evrópsku bíómyndir sem verða í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason er þeirra á meðal.

Tilnefningar verða kynntar þann 9. nóvember næstkomandi, en verðlaunaafhendingin fer fram í Berlín þann 7. desember.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða veitt hér á landi á næsta ári.

Sjá nánar hér: European Film Academy: 46 Feature Films Selected for the European Film Awards

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR