Ingvar E. Sigurðsson var valin besti leikarinn á elstu kvikmyndahátíð Kanada, FNC kvikmyndahátíðinni í Montreal á dögunum, fyrir Hvítan, hvítan dag. Fyrir hafði hann unnið Rising Star verðlaunin í Cannes og einnig verðlaun í Transilvaniu, Rúmeníu.
Mótleikkona Ingvars, Ída Mekkín Hlynsdóttir, hlaut einnig nýverið leikaraverðlaun fyrir hlutverk sitt á Hamptons hátíðinni í Bandaríkjunum.
Hvítur, hvítur dagur hefur í heildina hlotið sjö verðlaun síðan hún var frumsýnd á Critics’ Week í Cannes og vann þar ein af tveimur aðalverðlaunum dómnefndar. Myndin er í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2019, er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 og Óskarverðlaunanna 2020.
Myndin segir frá Ingimundi lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst.