Ingvar E. verðlaunaður fyrir leik sinn í „Hvítum, hvítum degi“

Ída Mekkin Hlynsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í Hvítum, hvítum degi.

Ingvar E. Sigurðsson var valin besti leikarinn á elstu kvikmyndahátíð Kanada, FNC kvik­mynda­hátíðinni í Montreal á dögunum, fyrir Hvítan, hvítan dag. Fyrir hafði hann unnið Ris­ing Star verðlaun­in í Cann­es og einnig verðlaun­ í Transilvaniu, Rúm­en­íu.

Mótleikkona Ingvars, Ída Mekkín Hlynsdóttir, hlaut einnig nýverið leikaraverðlaun fyrir hlutverk sitt á Hamptons hátíðinni í Bandaríkjunum.

Hvít­ur, hvít­ur dag­ur hefur í heildina hlotið sjö verðlaun síðan hún var frum­sýnd á Critics’ Week í Cann­es og vann þar ein af tveim­ur aðal­verðlaun­um dóm­nefnd­ar. Mynd­in er í for­vali fyr­ir Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in 2019, er fram­lag Íslands til Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs 2019 og Óskarverðlaun­anna 2020.

Mynd­in seg­ir frá Ingi­mundi lög­reglu­stjóra sem hef­ur verið í starfs­leyfi frá því að eig­in­kona hans lést óvænt af slys­för­um. Í sorg­inni ein­beit­ir hann sér að því að byggja hús fyr­ir dótt­ur sína og afa­st­elpu, þar til at­hygli hans bein­ist að manni sem hann grun­ar að hafi átt í ástar­sam­bandi við konu sína. Fljót­lega breyt­ist grun­ur Ingi­mund­ar í þrá­hyggju og leiðir hann til rót­tækra gjörða sem óhjá­kvæmi­lega bitn­ar einnig á þeim sem standa hon­um næst.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR