„The Irishman“ verður sýnd í Bíó Paradís

The Irishman eftir Martin Scorsese verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 22. nóvember næstkomandi, en viku síðar kemur hún á Netflix sem stendur á bakvið gerð hennar. Það er óneitanlega tímanna tákn að nýjasta mynd eins fremsta leikstjóra Bandaríkjanna skuli sýnd í örfáum kvikmyndahúsum (og gjarnan listabíóum) um veröld víða í skamman tíma áður en hún kemur á efnisveitu.

Al Pacino, Robert De Niro, Joe Pesci, Harvey Keitel og Anna Paquin fara með helstu hlutverk í myndinni sem fengið hefur frábæra dóma.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR