Sagafilm og Sky Studios hefja samvinnu ásamt NBC Universal

Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic.

Sky Studios og Sagafilm hafa gert með sér þróunar- og dreifingarsamning. Samningurinn felur í sér að Sky Studios komi að verkefnum Sagafilm á þróunarstigi og mun NBCUniversal Global Distribution í kjölfarið dreifa efninu á heimsvísu.

Sky Studios er framleiðsluhluti Sky samsteypunnar en NBCUniversal er systurfélag Sky. Bæði félögin eru í eigu fjarskiptarisans ComCast.

Samningurinn er risastórt skref fyrir Sagafilm sem alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki og gríðarleg viðurkenning á því þróunarstarfi sem unnið er innan veggja Sagafilm á leiknu íslensku sjónvarpsefni, segir í tilkynningu frá félaginu.

Sagafilm framleiddi nýverið þáttaraðirnar Stella Blómkvist og Flateyjargátuna, en á næsta ári eru væntanlegar þáttaraðirnar Ráðherrann og Thin Ice (áður 20/20).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR