A SONG CALLED HATE keppir í Gautaborg

Heimildamynd Önnu Hildar Hildibrandsdóttur, A Song Called Hate, mun taka þátt í keppni norrænna heimildamynda (Nordic Documentary Competition) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem haldin verður dagana 29. janúar – 8. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og fer nú fram í 44. skipti, en að þessu sinni í stafrænu formi.

Verðlaunin semA Song Called Hate keppir um bera heitið Dragon Award Best Nordic Documentary og alls keppa sex heimildamyndir í flokknum.

Myndin er svo kynnt:

Tvö hundruð milljón manns eru að horfa! Raunveruleiki sem blasti við íslensku Eurovisonförunum árið 2019 sem voru ákveðnir í að gera hina ópólitísku söngvakeppni pólitíska. Söngur um hatur kortleggur ferðalag hljómsveitarinnar Hatara er þeir reyna að breyta heiminum og sýnir hvernig ferðalagið breytir þeim.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR