spot_img
HeimFréttir"End of Sentence" hlýtur sérstök dómnefndarverðlaun í Mannheim-Heidelberg

„End of Sentence“ hlýtur sérstök dómnefndarverðlaun í Mannheim-Heidelberg

-

Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Mannheim-Heidelberg sem fór fram dagana 14. – 24. nóvember.

End of Sentence, sem er leikstýrt af Elfari og handritið skrifað af Michael Armbruster, var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg síðastliðinn júní, auk þess sem að hún var opnunarmynd RIFF í ár.

Myndin fjallar um Frank Fogle sem leggur í vegferð til að uppfylla hinstu ósk eiginkonu sinnar, en hann þarf einnig að uppfylla loforð um að taka son þeirra Sean með. Langferð frá Ameríku til Írlands með föður sínum er hinsvegar það síðasta sem Sean hefur í hyggju er hann stígur út úr fangelsi í Alabama og að dreifa ösku móður sinnar í stöðuvatn á uppeldisslóðum hennar gengur þvert á hans framtíðaráætlanir. En er ferðaplön hans hrynja samþykkir hann treglega að slást í för með föður sinum gegn því að þeir feðgar munu aldrei þurfa að hittast aftur.

Sjá nánar hér: End of Sentence hlýtur sérstök dómnefndarverðlaun í Mannheim-Heidelberg

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR