spot_img
HeimEfnisorðEnd of Sentence

End of Sentence

Deadline um END OF SENTENCE: Frábærlega vel leikin

Deadline birtir umsögn um kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, en myndin opnar í dag á VOD í Bandaríkjunum. Sigurjón Sighvatsson er meðal framleiðenda ásamt Elfari.

33 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2019

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics' Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.

“End of Sentence” hlýtur sérstök dómnefndarverðlaun í Mannheim-Heidelberg

Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Mannheim-Heidelberg sem fór fram dagana 14. - 24. nóvember.

Óvenju mikið af verkum í sýningum, konur áberandi á lykilpóstum

Óvenju mörg verk íslenskra kvikmyndagerðarmanna eru í sýningum þessa dagana eða alls tíu talsins. Þarna má finna bíómyndir, heimildamyndir, leiknar þáttaraðir og heimildaþáttaraðir. Einnig er óvenjulegt að kvenkyns höfundar standa að baki flestum þessara verka.

“End of Sentence” opnunarmynd RIFF, almennar sýningar hefjast í dag

End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins var frumsýnd í gærkvöld á opnun RIFF, en almennar sýningar hefjast í dag í Háskólabíói. Elfar og annar aðalleikari myndarinnar, John Hawkes, ræddu við áhorfendur eftir sýningu í gær en sérstakur viðburður þar sem Hawkes ræðir feril sinn verður í dag föstudag kl. 16 í Norræna húsinu.

Fimm íslenskar bíómyndir í haust

Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.

Hollywood Reporter lofar “End of Sentence”, Íslandsfrumsýning á RIFF 

End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins fær góða dóma í The Hollywood Reporter, en myndin verður frumsýnd á Íslandi á næstu RIFF hátíð sem hefst í lok september.

“End of Sentence” fær góðar viðtökur í Edinborg

End of Sentence, fyrsta bíómynd Elfars Aðalsteins, var frumsýnd á Edinborgarhátíðinni sem lauk um helgina. Screen segir hana hafa verið meðal umtöluðustu titlana á hátíðinni og gagnrýnandi miðilsins gefur henni góða dóma.

Elfar Aðalsteins og Karl Óskarsson gera mynd á Írlandi

Elfar Aðalsteins er nú við tökur á End of Sentence, fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. Þær fara fram á Írlandi. Karl Óskarsson er tökumaður, en þeir Elfar gerðu saman stuttmyndina Sailcloth með John Hurt í aðalhlutverki, fyrir nokkrum árum og var hún valin stuttmynd ársins á Eddunni 2013. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Eva María Daníels og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt Samson Films á Írlandi og Elfari.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR