„Vasulka áhrifin“ á Nordisk Panorama

Steina og Woody Vasulka.

Heimildamyndin Vasulka áhrifin (The Vasulka Effect) er meðal þeirra íslensku verka sem sýnd eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama í Malmö sem nú stendur yfir.

Hrafnhildur Gunnardóttir leikstýrir myndinni sem hefur verið í vinnslu í á sjötta ár, Margrét Jónasdóttir framleiðir og er myndin framleidd af Sagafilm og Krumma Films.

Vasulka áhrifin fjallar um listamennina Steinu og Woody Vasulka. Við hittum þau í miðju kafi að kljást við hvernig best sé að ganga frá lífsverkinu, arfleifðinni, gömlum og nýjum vídeó upptökum frá 1967 til dagsins í dag. Í gegnum söguna og verk þeirra uppgötvum við mikilvægi þeirra í síðari endurreisnar tímabilinu í listum og sem áhrifavalda í hreyfingu sem markaði upphafið af byltingu gegn miðstýrðu upplýsingaflæði. Frá því að vera einungis með örfáa velunnara fylgjumst við með því hvernig listaheimurinn enduruppgötvar mikilvægi þeirra í þessari listgrein á undanförnum árum, söfn, safnarar og nú er skyndilega mikil ásókn í verk þeirra að nýju.

Myndin var frumsýnd á Skjaldborg í maí og hlaut þar áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. Stefnt er að því að frumsýna hana á Íslandi í október.

Sjá má hér hvaða aðrar íslenskar myndir taka þátt.

Stiklu myndarinnar má skoða hér að neðan, veljið captions eða cc fyrir íslenskan texta.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR