[Stikla] „Pabbahelgar“, sýningar hefjast 6. október á RÚV

Þáttaröðin Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur hefst á RÚV 6. október. Stikla verksins er komin og má sjá hér.

Pabbahelgum er lýst sem dramedíu um Karen, 38 ára hjónabandsráðgjafa og þriggja barna móður, hvers líf fer á hliðina þegar hún uppgötvar að eiginmaðurinn heldur framhjá.

Nanna Kristín fer með aðalhlutverk ásamt því að skrifa og leikstýra. Sveinn Ólafur Gunnarsson fer með hlutverk eiginmannsins.

TENGT EFNI