[Stikla] Önnur syrpa af „Venjulegu fólki“ hefst 16. október í Sjónvarpi Símans

Önnur syrpa þáttanna Venjulegt fólk hefst í Sjónvarpi Símans 16. október. Sjá má klippu og stiklu hér.

Þetta er gamanþáttaröð um dramað sem fylgir lífsgæðakapphlaupi tveggja vinkvenna. Að upplifa frægð og frama er ekki bara dans á rósum heldur hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þær, fjölskyldu og vini, segir í kynningu, sem og þetta:

Getur þú fyrirgefið bestu vinkonu þinni fyrir að hafa kysst manninn þinn eða fyrir að hafa rænt þig frægð og frama? Er hægt að bjarga vináttunni þegar það er bara ein manneskja í heiminum sem skilur þig og það er hálfvitinn besta vinkona þín?

Með aðalhlutverk fara Vala Kristín Eiríksdóttir, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst Backmann. Vala og Júlíana skrifa þættina ásamt Dóra DNA og Fannari Sveinssyni en hann leikstýrir janframt þáttunum. Glassriver framleiðir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR