Skjaldborg hefst á morgun, ítarleg umfjöllun á Klapptré

Stemmning á Skjaldborg.
Stemmning á Skjaldborg.

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, hefst á Patreksfirði á morgun föstudag og stendur til mánudags. Alls verða sýndar 13 nýjar íslenskar heimildamyndir og auk þess þrjár myndir heiðursgestsins Victor Kossakovsky.

Ásgeir H. Ingólfsson verður sérstakur tíðindamaður Klapptrés á hátíðinni og mun birta pistla reglulega meðan á henni stendur.

Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn aðstandenda, að  gert sé ráð fyr­ir um 400 til 500 gest­um á hátíðina í ár.

„Gesta­fjöld­inn um helg­ina er líka skemmti­leg­ur í ljósi þess að á Pat­reks­firði er nú búið að út­búa nýtt og glæsi­legt tjald­stæði þannig það er um að gera að sem flest­ir prufu­keyri það. Síðan skemm­ir ekki fyr­ir hvað veður­spá­in er góð.“

Sjá nánar hér: Frumsýna 13 íslenskar heimildarmyndir – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR