Liselott Forsman ráðin forstöðumaður Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins

Liselott Forsman (mynd: YLE H).

Nýr framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðs, Liselott Forsman, tekur við af Petri Kemppinen þann 7. október 2019.

Liselott er finnsk og starfaði  sem yfirframleiðandi (e. Executive Producer)  hjá finnska ríkisútvarpinu Yle. Áður starfaði hún sem framleiðandi heimilamynda og kom að menningarlegri dagskrárgerð og dagskrágerð fyrir börn.

Liselott Forsman er með meistaragráðu frá Háskólanum í Helsinki í leikhúsfræðum, kvikmyndum og sjónvarpi.

Alls sóttu 36 hæfir umsækjendur um starfið en reynsla, hæfni og orðspor Liselott Forsman varð til þess að hún var valin.

Meira um ráðningu og bakgrunn Liselott Formsan má finna hér. 

Sjá nánar hér: Liselott Forsman nýr framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðs

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR