„Everest“ og „Hrútar“ á listum blaðamanna Screen International yfir myndir ársins

everest-poster-cropTvær myndir íslenskra leikstjóra er að finna á listum ritstjóra og blaðamanna fagritsins Screen International yfir myndir ársins; Hrútar eftir Grím Hákonarson og Everest eftir Baltasar Kormák.

Andres Wiseman fréttastjóri Screen setur Everest í sjötta sæti yfir myndir ársins og Vladan Petkovic fréttaritari miðilsins á Balkanskaga setur Hrúta í 10. sæti.

Flest atkvæði skríbentanna fá myndirnar Son Of Saul (væntanleg á Stockfish hátíðina í febrúar), 45 Years (í sýningum í Bíó Paradís) og Carol (væntanleg í Háskólabíó í janúar).

Screen International hefur verið leiðandi fagrit í evrópskum kvikmyndaiðnaði um áratuga skeið. Miðillinn heldur uppá 40 ára afmæli sitt um þessar mundir.

Sjá nánar hér: Team Screen’s best films of 2015 | Reviews | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR